Hinn 33 ára gamli Kante gekk í raðir Al-Ittihad í fyrra frá Chelsea eftir meiðslahrjáð tímabil þar. Hann virðist ansi ferskur ef marka má fyrsta leik Frakka á mótinu.
„Ef einhver virðist hafa haft gott af því að fara í aðeins rólegri deild, þetta virðist hafa farið vel í hann því hann var frábær,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í hlaðvarpi 433.is um EM í Þýskalandi.
„Er þetta ekki eins og þegar Aron Einar fór til Katar? Hann þurfti á því að halda. Hann er 33 ára og þurfti ekki á því að halda að spila meira. Hann spilar þarna hægari bolta og nýtur sín vel. Svo kemur hann gjörsamlega endurnærður og mjög gíraður í þetta mót með landsliðinu sínu,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson þá, en Aron Einar fór til Al-Arabi árið 2019 eftir fjölda ára í hörkunni í enska boltanum.