Víkingur 2 – 1 Breiðablik
1-0 Bergdís Sveinsdóttir
2-0 Selma Dögg Björgvinsdóttir
2-1 Katrín Ásbjörnsdóttir
Toppbaráttan í Bestu deild kvenna er opin upp á gátt eftir nokkuð óvænt tap Breiðabliks gegn Víkingi á útivelli.
Breiðablik hafði unnið átta fyrstu leiki sumarsins en lenti á vegg í Víkinni í kvöld.
Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingi yfir áður en fyrirliðinn Selma Björgvinsdóttir skoraði það síðara.
Katrín Ásbjörnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Blika í uppbótartíma en nær komust Blikar ekki og 2-1 tap staðreynd.
Valur hefur nú tækifæri til að jafna Blika á toppnum en eina tap Vals hafði komið gegn Blikum þetta sumarið.
Víkingur fer eftir sigurinn upp í tólf stig en Blikar áfram með 24 stig.