fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Taka fram úr Juventus í baráttunni um Greenwood

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lazio er komið á undan Juventus í baráttunni um Mason Greenwood, leikmann Manchester United, samkvæmt The Sun.

Greenwood var á láni hjá Getafe á síðustu leiktíð og stóð sig vel. United ætlar hins vegar að selja hann í sumar.

Juventus hefur verið talið líklegasta félagið til að kaupa hann en svo virðist sem Lazio leiði kapphlaupið. Síðarnefnda liðið reyndi að fá hann síðasta sumar en án árangurs. Nú gæti það verið að takast. Kaupverðið yrði sennilega um 34 milljónir punda.

Eitthvað hefur verið fjallað um að Juventus hafi dregið úr áhuga sínum á Greenwood vegna mótmæla frá stuðningsmönnum, en eins og margir vita var Englendingurinn ungi sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni og barnsmóður árið 2022.

Lazio hafnaði í sjöunda sæti Serie A á síðustu leiktíð og spilar í Evrópudeildinni í haust. Juventus spilar hins vegar í Meistaradeildinni eftir að hafa hafnað í þriðja sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“