Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur framlengt samning sinn við FC Bayern um eitt ár eða til ársins 2026.
Á sama tíma er hún lánuð aftur til Bayer Leverkusen þar sem hún var á síðustu leiktíð.
Karólína Lea var frábær með Leverkusen á liðnu tímabili og var einn besti leikmaður liðsins.
Bayern vildi halda áfram í Karólína en leyfa henni að vera áfram í lykilhlutverki hjá Leverkusen.
Karólína er einn besti leikmaður íslenska landsliðsins og hefur verið það síðustu ár.