Einn leikur fór fram í Bestu deild karla í kvöld, þar sem Breiðablik tók á móti KA.
Heimamenn leiddu í hálfleik en það var Kári Gautason sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net seint í fyrri hálfleik.
Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði fyrir KA snemma í seinni hálfleik en þegar um stundarfjórðungur lifði leiks kom Viktor Karl Einarsson Blikum yfir á ný. Meira var ekki skorað. Lokatölur 2-1.
Blikar eru í öðru sæti deildarinnar með 25 stig, stigi á eftir Víkingi. KA er á botninum með 5 stig.