Samkvæmt enskum blöðum í dag vill Arsenal reyna að ganga frá kaupum á Amadou Onana miðjumanni Everton.
Onana er 22 ára gamall og er landsliðsmaður frá Belgíu.
Everton vill fá um 50 milljónir punda fyrir Onana sem hefur verið frábær fyrir liðið síðustu tvö ár.
Mikel Arteta vill styrkja miðsvæði sitt og koma Onana gæti fullkomnað miðsvæði liðsins með Declan Rice og Martin Ödegaard fyrir.
Arteta er sagður vilja fá inn djúpan miðjumann til að geta haldið áfram að leyfa Rice að vera ögn framar á vellinum.