Vonandi fyrir knattspyrnuaðdáendur þá mun hinn ungi Thiago Messi ná langt sem leikmaður en hann er 11 ára gamall.
Thiago er að sjálfsögðu sonur Lionel Messi sem er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar.
Thiago er argentínskur en er einnig með spænskan ríkisborgararétt og má spila fyrir Spán.
Thiago virðist þó vera ákveðinn í því að leika fyrir heimsmeistarana líkt og pabbi sinn.
,,Að spila gerir mig ennþá stressaðari en að horfa á pabba minn spila,“ sagði Thiago við Mundo Deportivo.
,,Ég er ekki að ná góðum tökum á vinstri fætinum. Ég vil spila fyrir Argentínu og ég held að það séu engar líkur á að Spánn geti sannfært mig um annað.“