fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Er landsliðsmaður Íslands einn sá besti í Evrópu í þessu?

433
Laugardaginn 15. júní 2024 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út í hverri viku á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og með þeim í setti í þetta skiptið var Hörður Snævar Jónsson.

Íslenska karlalandsliðið var til umræðu í þættinum og var farið um víðan völl. Meðal annars var rætt um landsliðsmanninn unga Hákon Rafn Haraldsson og þá aðallega frammistöðu hans í sigrinum á Englandi á dögunum.

„Ég ángríns held að það séu ekki margir leikmenn í Evrópu jafn fljótir á boltanum og Hákon Arnar. Hann er jafn fljótur með boltann og án hans. Það er hæfileiki sem fáir hafa,“ sagði Hörður.

video
play-sharp-fill

„Stundum þegar hann var að byrja í landsliðinu, þá á átti hann oft flottar frammistöður, en maður var ekki alveg að kaupa allt hæpið. En þetta skref í Frakklandi virðist hafa gert honum þvílíkt gott þó það hafi verið brekka til að byrja með,“ bætti hann við en Hákon gekk í raðir Lille í fyrra.

Hörður hélt áfram að lofsyngja Hákon.

„Hann er geggjaður í pressu, góður varnarmaður. Þegar hann er að verjast er hann eins og plága sem þú losnar ekki við. Og hvernig hann getur komið okkur út úr pressu með því að taka einn mann á svona auðveldlega. Hann þorir að sóla sig út úr fyrstu pressu.

Það þarf að byggja þetta lið í kringum hann á næstu árum.“

Umræðan um landsliðið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
Hide picture