Ensk blöð segja að þau tíðindi að Erik ten Hag stjóri Manchester United verði áfram í starfi séu ekkert sérstaklega góð tíðindi fyrir Marcus Rashford.
Vitað er það eru vond tíðindi fyrir Jadon Sancho og líklega eru það endalok hans hjá United.
Rashford er að koma úr slöku tímabili þar sem hann og Ten Hag náðu aldrei að finna neinar lausnir.
Rashford þénar tæpar 60 milljónir á viku en hann fann sig ekki í ár og segir Daily Mail að samband hans og Ten Hag sé stirt.
Rashford fór á frægt fyllerí á liðnu tímabili og hringdi svo inn veikan á æfingu sem gerði lítið fyrir samband þeirra.