Gylfi kom til baka í síðasta leik gegn Keflavík í bikarnum. Kom hann þá inn á sem varamaður seint í venjulegum leiktíma en lék einnig alla framlenginguna.
„Eins og staðan er núna lítur hann vel út. Hann spilaði meira en við gerðum ráð fyrir á móti Keflavík og kom vel út úr því. Nú eru fjórir dagar í leik og hann kláraði æfinguna í dag og í gær líka,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, við 433.is í dag.
„Ég á bara von á því að hann verði til taks en svo kemur í ljós með aðra,“ sagði hann enn fremur.
Leikur Vals og Víkings á þriðjudag er sannkallaður stórleikur. Víkingur er á toppi deildarinnar en Valur í því þriðja. Fjögur stig skilja liðin að. Í spilaranum má sjá viðtalið við Arnar í heild þar sem hann ræðir komandi leik og fleira.