„Ég er með eina spurningu, er Helgi Guðjónsson vanmetnasti leikmaðurinn í deildinni?,“ sagði Aron Einar Gunnarsson sem var sérstakur gestur í Þungavigtinni í gær.
Helgi er framherji Víkings sem á ekki alltaf fast sæti í liðinu en skilar alltaf sínu og rúmlega það.
„Við höfum ekki gefið honum neitt svakalegt credit, tölum ekki mikið um hann,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason stjórnandi Þungavigtarinnar.
Aron horfði á Helga frábæran í sigri Víkings á Fylki í gær.
„Þessi fyrirgjöf, það er svo erfitt fyrir varnarmann að verjast þessu. Þetta var rocket, ef þú snertir hann sem varnarmaður getur þetta farið inn.“
Helgi var áður í Fram en hefur verið í Víkingi síðustu ár og spilað vel þegar tækifærið hefur komið.