Frakkar eru klárlega eitt af sigurstranglegustu liðum mótsins. „Þetta er breiðasti leikmannahópur í heimi. Þeir eiga 50 frábæra leikmenn. Aðalspurningin er hvort Didier Deschamps finni réttu blönduna, það er ansi erfitt að finna hana. Núna er til dæmis útlit fyrir að William Saliba verði á bekknum,“ sagði Hrafnkell.
Hollendingar eru þá alltaf spennandi en Hörður spáir því að meiðsli þar skömmu fyrir mót setji strik í reikninginn.
„Frenkie de Jong er fyrsta áfallið fyrir þá og svo Teun Koopmeiners, sem meiðist í upphitun á móti okkur. Hann er off á mótinu líka. Vörnin og miðjan voru styrkleikar þeirra en nú er það eiginlega bara vörnin. Ég hélt kannski að þeir gætu orðið óvænta liðið í undanúrslitum en mér finnst þetta of mikið högg.“
Í spilaranum er ítarleg umræða um riðilinn í heild og liðin sem í honum eru.
Pólland
Lykilmaðurinn – Robert Lewandowski
Gaman að fylgjast með – Kacper Urbański
Holland
Lykilmaðurinn – Virgil van Dijk
Gaman að fylgjast með – Xavi Simmons
Austurríki
Lykilmaðurinn – Marcel Sabitzer
Gaman að fylgjast með – Marko Arnautovic
Frakkland
Lykilmaðurinn – Kylian Mbappe
Gaman að fylgjast með -Bradley Barcola