Sky í Þýskalandi fullyrðir að Manchester United hafi áhuga á að kaupa Matthijs de Ligt miðvörð FC Bayern í sumar.
De Ligt er til sölu en FC Bayern vill losna við hann í sumar en Erik ten Hag stjóri United elskar De Ligt.
De Ligt kom upp hjá Ajax þegar Ten Hag var stjóri þar en hann hefur ekki fundið sig hjá Juventus og Bayern.
Hollenski varnarmaðurinn hefur fengið þau skilaboð að hann megi fara frá Bayern í sumar.
United er að leita að miðverði og segir Sky að United sé að fylgjast mjög náið með máli De Ligt.