fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Arsenal-goðsögnin sér eftir að hafa ekki farið til Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júní 2024 13:30

Sir Alex Ferguson hringdi tvisvar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Emmanuel Petit sér eftir að hafa ekki farið til Manchester United er hann sneri aftur til Englands á sínum tíma.

Frakkinn segir þetta í viðtali við FourFourTwo, en hann sneri aftur til Englands eftir aðeins ár hjá Barcelona 2001. Þar áður var hann hjá Arsenal, þar sem hann myndaði frábæra miðju með Patrick Vieira.

Arsenal sýndi Petit áhuga þegar ljóst var að hann færi frá Barcelona og sömuleiðis Barcelona. Að lokum valdi hann þó að fara til Chelsea.

Emmanuel Petit í leik með Arsenal. Getty Images

„Ég talaði við Arsene Wenger og hann vildi fá mig aftur. Ég sagði honum að það væri freistandi en var hreinskilinn við hann, mér fannst hann ekki vilja hafa mig áfram þegar ég fór til Barcelona,“ rifjar Petit upp.

„Ég hefði átt að fara til Manchester United því Sir Alex Ferguson hringdi tvisvar í mig. Við áttum gott samtal og það var freistandi. En ég hlustaði á eiginkonu mína, sem vildi flytja aftur til London.“

Petit lék aðeins 55 leiki með Chelsea á þremur árum þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum