fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Wayne Rooney tók eftir þessu á Wembley eftir sigur Íslands – Segir þetta rosaleg mistök

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. júní 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þess vegna hef ég verið á þeirri skoðun að Southgate átti að senda alla heim sem ekki voru í lokahópnum,“ segir Wayne Rooney fyrrum fyrirliði enska landsliðsins um atvik sem hann sá á Wembley eftir tap Englands gegn Íslandi á föstudag.

Rooney var staddur á Wembley þegar hann tók eftir því sem Jarell Quansah varnarmaður Liverpool gerði eftir leik.

Quansah fékk að vita það degi fyrr að hann yrði ekki í 26 manna hóp Englands en hann var sá eini af þeim sem ekki fékk farmiða á mótið sem var með gegn Íslandi.

Getty Images

Quansah var ónotaður varamaður en hinir sex sem Southgate valdi ekki fóru beint heim og voru ekki á Wembley.

„Hann hélt Quansah þarna og ég horfði á hann eftir leik, ég var á hliðarlínunni. Ég sá hvern einasta leikmann labba hringinn í kringum völlinn og þakka áhorfendum fyrir. Nema Quansah, hann gekk beint inn í klefa.“

„Þarna strax er kominn pirringur, það meiddist enginn í leiknum og ég fann til með Quansah. Hann fór í sturtu og var líklega farinn þegar flestir komu í klefann.“

„Southgate átti bara að senda hann heim og láta hann vita að hann kæmi einn ef einhver myndi meiðast, hann gæti farið í sumarfrí eftir 48 klukkustundir ef ekkert myndi gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag