fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Svona er tölfræði Hareide eftir ár í starfi – Markatalan í mínus

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 10:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Age Hareide hafi í gær klárað sitt fyrsta ár í starfi sem landsliðsþjálfari Íslands. Liðið tapaði þá 4-0 gegn Hollandi.

Hareide stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn þann 17 júní árið 2023 þegar liðið tapaði gegn Slóvakíu á heimavelli.

Síðan hefur Hareide stýrt liðinu fjórtán sinnum og unnið sex leiki. Þrír af sigrunum sex hafa komið í vináttulandsleikjum.

Í leikjunum fjórtán hefur íslenska liðið skorað nítján mörk en fengið á sig tuttugu, markatalan er því í mínus eftir þetta ár Hareide í starfi.

Af þessum fjórtán leikjum hefur liðið tapað sjö undir stjórn hans og gert eitt jafntefli. Sigurhlutfallið er 43 prósent.

Hareide er með samning við KSÍ næstu árin en stjórn KSÍ getur í nóvember nýtt sér uppsagnarákvæði í samningum, sé sambandið á þeim buxunum að betri mann sé hægt að finna í starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar