Manchester United vill bæta við sig framherja í sumar og hefur sett saman lista með þremur skotmörkum.
ESPN greinir frá þessu, en leikmennirnir sem um ræðir eru Ivan Toney hjá Brentford, Jonathan David hjá Lille og Joshua Zirkzee hjá Bologna.
Toney og David eiga báðir aðeins ár eftir af samningi sínum við félög sín og þá er klásúla í samningi Zirkzee upp á 34 milljónir punda í sumar.
United ætti því að eiga efni á einum af þessum leikmönnum. Brentford biður hins vegar um 50 milljónir punda þó aðeins sé ár eftir af samningi Toney.
Töluverð óvissa er hjá United fyrir næsta tímabil þar sem ekki er enn vitað hvort Erik ten Hag verði við stjórnvölinn.