FC Bayern hefur hafið formlegar viðræður við Chelsea um kaup á Levi Colwill varnarmanni félagsins.
Colwill er 21 árs gamall og gerði ágæta hluti með Chelsea á liðnu tímabili.
Vincent Kompany, nýr þjálfari Bayern, hefur hrifist af Colwill og vill fá hann til Þýskalands.
Colwill var á láni hjá Brighton tímabilið á undan og gerði vel og fékk svo stórt hlutverk hjá Chelsea í ár.
Chelsea verður að selja leikmenn á næstu vikum til að komast í gegnum strangt regluverk ensku deildarinnar um fjármál.