Það stefnir í það að það verði hart barist um Douglas Luiz miðjumann Aston Villa í sumar.
Sagt var frá því í gær að Arsenal væri að skoða kaup á honum.
Luiz er nú einnig á óskalista Juventus og Fabrizio Romano segir að viðræður séu að fara af stað.
Luiz er 26 ára gamall landsliðsmaður Brasilíu sem hefur átt góð ár þar.
Fabrizio Romano segir að til að Juventus geti keypt Luiz þurfi Villa að vera tilbúið að taka leikmann frá þeim sem hluta af kaupverðinu.