fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Barcelona og United sýna áhuga í kjölfar þess að tilboði Bayern var hafnað

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. júní 2024 17:00

Joao Palhinha. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Manchester United gætu slegist í kapphlaupið um Joao Palhinha, miðjumann Fulham, eftir að tilboði Bayern Munchen í leikmanninn var hafnað.

Kaveh Solkehol, fréttamaður á Sky Sports, segir frá þessu í dag en Palhinha hefur verið orðaður við Bayern frá því í fyrra, þegar félagið var nálægt því að fá hann.

Þýski risinn reynir nú áfram að landa Portúgalanum en tilboði upp á 30 milljónum punda var hafnað. Talið er að Fulham vilji tvöfalt þá upphæð.

Solkehol segir að Barcelona og United sýni honum einnig áhuga en fjárhagsvandræði Börsunga og óvissa með hver verður næsti stjóri United hjálpar ekki.

Bayern þarf væntanlega að undirbúa annað tilboð fljótlega, vilji þeir fá leikmanninn, áður en fleiri félög koma að borðinu. Vincent Kompany, stjóri liðsins, hefur verið sagður mjög áhugasamur um að fá Palhinha.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal