fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Sendi Pillu á Southgate eftir landsliðsvalið: ,,Góðar fréttir fyrir okkur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júní 2024 09:00

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemanja Matic, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur sent pillu á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Matic er í skýjunum með það að Jack Grealish og Marcus Rashford séu ekki partur af hópnum og eru ekki til taks í Þýskalandi.

Þessi ákvörðun kom öðrum á óvart en nánast allir bjuggust við að Grealish yrði valinn í lokahópinn.

,,Ég hefði verið til í að sjá leikmenn eins og þá í liðinu, leikmenn sem getað breytt leikjum með einni hreyfingu! Ekki valdir! Góðar fréttir fyrir okkur,“ skrifaði Matic á Twitter.

Matic spilaði með Rashford hjá United á sínum tíma en er í dag á mála hjá Lyon í Frakklandi og er 35 ára gamall.

Matic er ekki landsliðsmaður Serbíu í dag en hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum