Ole Gunnar Solskjær gæti verið á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina ef marka má ensla götublöð.
The Sun er á meðal þeirra sem fjallar um málið en Solskjær hefur verið án starfs í þrjú ár.
Norðmaðurinn er sagður vera í viðræðum við Leicester en liðið leitar af arftaka Enzo Maresca sem tók við Chelsea.
Solskjær hefur hafnað ýmsum tilboðum undanfarin ár en gæti verið spenntur fyrir því að vinna aftur á Englandi.
Leicester kom sér aftur í úrvalsdeildina í vetur og er markmiðið að enda eins ofarlega og hægt er á næsta tímabili.