Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur tjáð sig eftir að hann valdi enska landsliðshópinn fyrir EM í Þýskalandi.
Stjörnur á borð við Jack Grealish, James Maddison og Harry Maguire voru ekki valdir í hópinn sem kom mörgum á óvart.
Maddison hefur sjálfur tjáð sig um valið og segist vera miður sín en hann bjóst við að vera í lokahópnum í Þýskalandi.
Aðrir leikmenn sem fara ekki eru menn eins og Jarell Quansah, Curtis Jones og Jarrad Branthwaite.
,,Allir leikmennirnir sýndu ákvörðuninni virðingu. Auðvitað telja þeir allir að þeir eigi að vera í hópnum og þess vegna eru þeir toppleikmenn,“ sagði Southgate.
,,Þeir hafa trú á sjálfum sér og eru með þetta hugarfar en staðreyndin er sú að við erum með leikmenn sem hafa spilað stórkostlega allt tímabilið í deildinni.“