Sjónvarpsmaðurinn Andri Már Eggertsson, Nablinn, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Gengi Stjörnunnar í Bestu deild karla hefur ekki verið eftir væntingum það sem af er. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort sæti þjálfarans Jökuls Elísabetarsonar sé farið að hitna.
„Maður á erfitt með að trúa því að sæti Jökuls sé heitt,“ sagði Helgi hins vegar í þættinum og hinir tóku undir.
„Nei, hann er þeirra maður. Hann fær að gera sín mistök. Ég held að Stjarnan verði ekki í eins miklum vandræðum og það lítur út núna,“ sagði Andri.
„Jökull er ekki bara með lyklana þarna heldur lyklakippuna. Þeir gefa honum miklu meiri tíma,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan í heild er í spilaranum.