fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Segir þetta hafa gjörbreyst í Víkinni – „Þú vilt það miklu frekar“

433
Laugardaginn 8. júní 2024 10:30

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Andri Már Eggertsson, Nablinn, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Mikil umræða hefur verið um dóma sem hafa fallið með Víkingi í Bestu deild karla það sem af er leiktíð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, er þó orðinn þreyttur á þessari umræðu.

„Róum okkur aðeins á þessu propaganda sem er í gangi gegn Víkingi. Sem betur fer eru dómarar ekki að falla í gildruna. Þeir halda bara áfram. Mér finnst ganga of langt þegar allir eru farnir að tala um þetta og það er verið að gera þessu góð skil í öllum fjölmiðlum og þess háttar. Svo eru mögulega einhverjir þjálfarar andstæðinga líka sem sjálfir fá svo víti í næsta leik á eftir eða einhver átti að vera rekinn útaf í þeirra liði sem var ekki rekinn útaf. Sem betur fer eru Víkingar ekki að taka þátt í þessari umræðu, allavega ekki liðið eða ég. Ég endurtek enn og aftur, í haust verður það besta liðið en ekki heppnasta liðið sem mun vinna þennan titil og þannig mun það alltaf vera,“ sagði Arnar meðal við Fótbolta.net í vikunni.

video
play-sharp-fill

Þetta var til umræðu í Íþróttavikunni.

„Mér finnst að lið og menn ættu að hætta að tuða yfir þessu. Ég veit að það eru dómar búnir að falla með Víkingi en það eru líka dómar búnir að falla með Breiðabliki. Við erum ekki með VAR, mætið þeim bara af hörku og hættum að pæla í þessu,“ sagði Hrafnkell.

„Auðvitað er Arnar að búa til „við á móti öllum“ fílinginn, kveikja þannig í sínum mönnum,“ sagði Andri.

Hrafnkell segir þó að umræðan stafi líka af því að Víkingur sé besta liðið.

„Þetta Víkingsdæmi hefur farið úr því að það voru allir með þeim í byrjun yfir í að það séu allir á móti þeim. Þú vilt það miklu frekar. Þú vilt vera góða liðið kannsk í 1-2 ár en svo viltu verða vonda liðið.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
Hide picture