Eins og flestir vita þá mun Massimiliano Allegri ekki þjálfa lið Juventus á næstu leiktíð en hann hefur látið af störfum.
Allegri hefur undanfarin þrjú ár unnið hjá Juventus eða frá 2021 til 2024 en fyrir það var hann hjá félaginu frá 2014 til 2019.
Allegri er eftirsóttur og hafa lið í Sádi Arabíu sýnt honum mikinn áhuga undanfarnar vikur.
Samkvæmt Sky Italia mun Allegri hins vegar hafna öllum boðum frá Sádi og hefur aðeins áhuga á að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni.
Þessi 56 ára gamli Ítali hefur aldrei þjálfað fyrir utan heimalandsins áður en er búinn að ná fínum tökum á enska tungumálinu.
Allegri vonast til að fá tilboð frá Englandi á næstu vikum en Lazio hefur einnig sýnt honum áhuga.