Englendingar eru áhyggjufullir eftir tap gegn Íslandi í gær en leikið var vináttulandsleik á Wembley.
Jón Dagur Þorsteinsson gerði eina mark leiksins fyrir Ísland sem kom mörgum á óvart og nældi í sigur.
John Stones, varnarmaður Englands, entist aðeins einn hálfleik en hann fór af velli eftir 45 mínútur.
,,Við teljum að hann sé örugglega í lagi en við vildum ekki taka neina áhættu,“ sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari eftir leik.
Það er þó ágætis möguleiki á að Stones verði tæpur í sumar er England spilar í lokakeppni EM í Þýskalandi.