fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Enska pressan hakkar landsliðið í sig eftir tap gegn Íslandi – „Kampavínið á Ís“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 8. júní 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við mátti búast er enska pressan ekki að fara neinum silkihönskum um enska landsliðið eftir óvænt 0-1 tap gegn Íslandi í æfingaleik í gær. Leikurinn fór fram á Wembley.

Strákarnir okkar spiluðu fyrri hálfleik frábærlega og gáfu fá færi á sér. Á 12. mínútu kom Jón Dagur Þorsteinsson íslenska liðinu yfir eftir stórgóða sókn. Lék hann á John Stones og renndi boltanum framhjá Aaron Ramsdale í markinu. Staðan í hálfleik 0-1.

Seinni hálfleikur var ekki síðri hjá Íslandi, sem hefði hreinlega getað skorað fleiri mörk. Áfram gekk enska liðinu illa að ógna og hafði Hákon Rafn Valdimarsson í marki Íslands fremur lítið að gera.

Englandi tókst ekki að finna jöfnunarmark og meira var ekki skorað. Lokatölur 0-1, glæsilegur sigur Íslands á Englandi staðreynd. Sannkölluð liðsframmistaða.

Enska liðið ætlar sér stóra hluti á EM í Þýskalandi í sumar og því ljóst að úrslit gærkvöldsins eru reiðarslag. Þess má geta að það var baulað hressilega á enska liðið í leikslok í gær.

Enska pressan kjarnar þetta ágætlega inn eins og sjá má í fyrirsögnum þeirra hér að neðan.

Daily Star:

Express:

The Sun:

Daily Mail:

Sky Sports:

BBC:

The Telegraph;

Mirror:

Guardian:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“