Enska landsliðið jafnaði virkilega vont met í gær er liðið tapaði gegn Íslandi í vináttulandsleik á Wembley.
Íslensku strákarnir stóðu sig virkilega vel í leiknum en Jón Dagur Þorsteinsson gerði eina mark viðureignarinnar.
England er að undirbúa sig fyrir keppni í Þýskalandi en lokakeppni EM fer fram í sumar þar sem við spilum því miður ekki.
Landsliðið undir stjórn Gareth Southgate er nú það fyrsta síðan 1954 til að lenda undir á Wembley í þremur leikjum í röð.
England hafði tapað gegn Brasilíu 1-0 í mars og fékk svo fyrsta markið á sig í 2-2 jafntefli gegn Belgíu nokkrum dögum síðar.
Ísland var síðasti naglinn í kistuna í leiknum í gær og eru margir áhyggjufullir fyrir lokamótið í sumar vegna þess.