Bayern Munchen er byrjað að sýna miðjumanninum Joao Palhinha áhuga á nýjan leik eftir misheppnaða tilraun í janúar.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Florian Plettenberg sem er með ansi virta heimildarmenn víða um Evrópu.
Plettenberg vinnur fyrir Sky Sports en hann segir að Bayern sé búið að ná munnlegu samkomulagi við Palhinha.
Bayern reyndi að fá leikmanninn í sínar raðir í fyrra og í janúar og var einnig búið að ná samkomulagi við miðjumanninn á þeim tíma.
Það var hins vegar félag hans Fulham sem neitaði að selja en allar líkur eru á að 40-50 milljóna evra samningstilboð verði samþykkt í sumar.