„Fyrir mig var þetta tímabil öðruvísi en flest önnur,“ sagði Christian Eriksen miðjumaður Manchester United í viðtali í Danmörku í gær.
Eriksen er ósáttur við það að hafa verið svona mikið á bekknum hjá Erik ten Hag á liðnu tímabili og vill spila meira.
Eriksen á ár eftir af samningi sínum við United en framtíð hans og Ten Hag er í lausu lofti.
„Þetta var nýtt fyrir mig. Ég var heppin að fyrr á ferlinum var ég nánast ekkert á bekknum, ég var einstöku sinnum á bekknum. Það er aldrei gaman.“
„Þú vilt byrja alla leiki, stundum er stjórinn bara með aðrar hugmyndir.“
„Ég spila hins vegar fyrir United, það fyllir aðeins í glasið og það eru margir góðir leikmenn þarna.“