„Þetta er gott fyrir strákana. Mér fannst eftir leikinn gegn Úkraínu að við hefðu getað fengið meira út úr leiknum en við sýndum karakter. Við höfum bætt okkur mikið og hefðum getað unnið 2-0,“ sagði Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við Stöð 2 Sport eftir magnaðan 1-0 á Englandi í vináttulandsleik á Wembley í kvöld.
Um var að ræða lokaleik Englands í undirbúningi sínum fyrir EM en íslenska liðið spilaði frábærlega í kvöld og sigurinn mjög verðskuldaður.
Meira
Glæsilegur sigur Strákanna okkar gegn Englandi á Wembley – Baulað hressilega á enska liðið
„Ég held að liðsheildin hafi unnið þetta. Við þurfum að fara aftur í það sem Ísland er gott í, að standa saman. Svo höfuð við líka hæfileikana til að skora framar á vellinum,“ sagði Hareide.
„Strákarnir hafa gert svo vel á æfingum svo það var frábært að ná þessum sigri.“