Chelsea hefur staðfest komu Tosin Adarabioyo til félagsins en hann kemur frítt til félagsins frá Fulham.
Adarabioyo er 26 ára gamall en hann fékk tilboð frá Newcastle og Manchester United hafði einnig áhuga.
„Chelsea er risastórt félag, ég fæddist nálægt Stamford Bridge,“ sagði Adarabioyo.
Adarabioyo er öflugur miðvörður sem hefur spilað vel með Fulham en vildi fara í nýtt ævintýri.
„Ég er mjög spenntur og er spenntur fyrir því að hjálpa félaginu að komast í rétta átt á nýjan leik.“