Íslenska karlalandsliðið mætir Englandi á Wembley eftir rúman klukkutíma og er byrjunarliðið komið í hús.
Enska liðið er í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir viku, en þetta er síðasti leikur liðsins fyrir mótið.
Strákarnir okkar voru hársbreidd frá því að fara á EM en vonast til að stríða risanum í dag.
Age Hareide landsliðsþjálfari gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins um sæti á EM.
Kolbeinn Birgir Finnsson, Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Neville Anderson koma inn fyrir þá Guðmund Þórarinsson, Albert Guðmundsson og Guðlaug Victor Pálsson.
Mesta athygli vekur að Bjarki, sem er leikmaður Venezia, komi inn í liðið.
Byrjunarlið Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson
Bjarki Steinn Bjarkason
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Mikael Neville Anderson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Andri Lucas Guðjohnsen