fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Þetta er verðmiðinn sem Chelsea smellir á Gallagher

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júní 2024 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Conor Gallagher virðist færast nær því að yfirgefa Chelsea og hefur félagið nú skellt verðmiða á hann.

The Athletic sagði frá því í gær að Aston Villa hafi sett sig í samband við bæði Chelsea og fulltrúa miðjumannsins. Er hann helsta skotmark Unai Emery, stjóra Villa, en liðið keppir í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Chelsea er opið fyrir því að selja og nú segir Guardian að félagið vilji 50 milljónir punda fyrir kappann.

Gallagher spilaði stóra rullu í liði Chelsea á leiktíðinni og var oftar en ekki fyrirliði í fjarveru Reece James og Ben Chilwell. Hann á hins vegar ár eftir af samningi sínum og félagið þarf sennilega að selja hann til að standast fjárhagsreglur.

Til að vera innan ramma laganna þarf Chelsea að selja leikmenn og fá inn fjármagn fyrir 30. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi