Kylian Mbappe er farinn frá Paris Saint-Germain til Real Madrid eftir sjö ár hjá franska félaginu. Ríkissjóður í heimalandi kappans þénaði vel á tíma hans í París.
Mbappe hefur verið á himinnháum launum undanfarin ár og af þeim hefur hann borgað 261 milljón evra í skatta síðan 2017. Það gerir rúma 39 milljarða íslenska króna.
Skipti Mbappe til Real Madrid hafa verið eitt verst geymda leyndarmál fótboltans. Nú hefur það loks verið opinberað. PSG reyndi að halda í hann sem lengst og tókst að fá hann til að skrifa undir nýjan samning árið 2022.
Það tókst hins vegar ekki í ár og fer Mbappe frítt til Real Madrid.