James Maddison, miðjumaður Tottenham, verður ekki í landsliðshópi Englands á EM. David Ornstein, virtur blaðamaður á The Athletic, segir frá.
Maddison var í 33 manna æfingahópi Gareth Southgate sem valinn var á dögunum en hópurinn verður skorinn niður í 26 leikmenn í síðasta lagi á föstudag.
Maddison spilaði vináttulandsleik Englands gegn Bosníu á mánudag en hefur nú yfirgefið hópinn og verður ekki í liðinu sem mætir Íslandi á föstudagskvöld á Wembley.
EM hefst 14. júní og er England í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu.
🚨 EXCL: James Maddison not in final England squad for European Championship. 27yo Tottenham midfielder made preliminary selection & featured vs Bosnia – but among those cut from Gareth Southgate’s 26-man #Euro2024 group + has left camp @TheAthleticFC #ENG https://t.co/SlIepB6JiX
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 5, 2024