fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Lét flöskur vaða í átt að Arnóri – „Við vorum allir í vatni og powerade því þær splundruðust“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Blackburn á Englandi, sagði ansi skemmtilega sögu í hlaðvarpinu Chess After Dark frá tíma sínum með CSKA Moskvu í Rússlandi.

Arnór var hjá CSKA frá 2018 til 2023 en var mikið lánaður út seinni hluta tíma síns í Rússlandi. Þjálfari Arnórs hjá CSKA var Victor Goncharenko. Honum gat verið ansi heitt í hamsi.

„Hann var svo rólegur utan vallar en þegar kom inn á völlinn tjúnaðist hann upp. Það er einn hálfleikur sérstaklega eftirminnilegur. Við vorum að spila á móti Lokomotiv Moskvu í nágrannaslag og það var 0-0 í hálfleik. Við hugsuðum að það væri bara allt í lagi, við vorum á útivelli,“ rifjaði Arnór upp, en svo var ekki.

„Hann tekur bara trylling. Hann neglir í töfluna og brýtur hana. Svo byrjar hann bara að hrauna yfir okkur. Það besta er að hann talar rússnesku og svo var túlkur sem var líka að reyna að vera reiður. Hann var að segja hvað við værum ömurlegir.“

Þessu lauk þó ekki þarna

„Svo byrjar hann að taka upp flöskur og kasta þeim fyrir ofan okkur alla, Powerade flöskum og þess háttar. Við vorum allir í vatni og powerade því þær splúndruðust. Hann bara missti sig. Hinir þjálfararnir voru farnir að stíga aðeins inn í.

Ég og Höddi horfðum á hvorn annan og brostum smá,“ sagði Arnór, en Hörður Björgvin Magnússon var með honum í CSKA á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Í gær

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Í gær

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur