Jadon Sancho átti ágætis spretti á láni hjá Borussia Dortmund á seinni hluta tímabilsins og er áhugi fyrir því frá þýska félaginu að halda samstarfinu áfram.
Talksport á Englandi heldur því fram að Dortmund hafi hins vegar ekki efni á því að kaupa hann.
United vill fá 50 milljónir punda fyrir Sancho í sumar en þá peninga á Dortmund ekki til í einn leikmann.
Framtíð Sancho veltur nokkuð á því hvað Manchester United gerir með Erik ten Hag en ljóst er að þeir vinna ekki saman aftur.
Verði Ten Hag rekinn er Sancho sagður spenntur fyrir því að snúa aftur til Manchester United og reyna að sanna ágæti sitt þar en það hefur gengið illa.