Jose Mourinho þénar 1,8 milljarð á ári hjá Fenerbache en hann var staðfestur sem þjálfari liðsins á sunnudag.
Mourinho var rekinn frá Roma í vetur og hafði skoðað kosti sína og þá möguleika sem voru á borðinu.
Fenerbache tapaði bara einum leik á síðustu leiktíð og náði í 99 stig en Galatasaray sótti 102 stig og varð meistari.
„Það voru fleiri félög en við sem funduðum með Mourinho. Besiktas fundaði með honum,“ segir Ali Koc forseti Fenerbache.
„Við vorum fyrstir af stað og gerðum honum betra tilboð en aðrir og hann tók því.“
„Mourinho var spenntur fyrir okkar draumum og buðum honum 12 milljónir evra í árslaun,“ sagði Koc en Mourinho gerði tveggja ára samning.