Chelsea ætlar að blanda sér í slaginn um Benjamin Sesko framherjann öfluga hjá RB Leipzig. Ensk blöð segja frá.
Arsenal hefur mikinn áhuga á Sesko en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara.
Leipzig er hins vegar að bjóða Sesko nýjan samning og verulega launahækkun.
Manchester United hefur sýnt áhuga en nú segir London Evening Standard að Chelsea ætli með í slaginn.
Chelsea vill fá framherja í sumar en Chelsea telur sig geta haft betur gegn Arsenal.