Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, er að sjálfsögðu mætt hingað í Laugardalinn þar sem íslenska kvennalandsliðið tekur á móti því austurríska.
Þetta er fyrsti landsleikurinn sem hún mætir á eftir kjörið, enda aðeins liðnir þrír dagar frá því.
Höllu við hlið er Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti lýðveldisins.
Nokkrar mínútur eru liðnar af leiknum, sem er liður í undankeppni EM og afar mikilvægur.