FC Bayern hefur engan áhuga á því að reyna að kaupa Bruno Fernandes í sumar. Sky í Þýskalandi slær þessu fram eftir fréttir síðustu daga.
Fernandes hefur verið orðaður við nokkur lið í vor og var Bayern nefnt til sögunnar í gær.
Sky segir ekkert hæft í því en Jamal Musiala og Thomas Muller eru til staðar í þeirri stöðu sem Bruno myndi spila.
Bayern er að reyna að fá Xavi Simons en hann er í eigu PSG og átti gott tímabil á láni hjá RB Leipzig á síðustu leiktíð.
Simons vill komast aftur burt á láni frá PSG og er Bayern að skoða þá stöðu.