Jadon Sancho er opinn fyrir því að snúa aftur til Manchester United og spila með liðinu á næstu leiktíð. Það skiptir þó máli hver stýrir liðinu á næstu leiktíð.
Englendingurinn fór á láni til Dortmund í janúar eftir að hafa átt í opinberu strýði við Erik ten Hag, stjóra United. Sancho hefur þá ekki staðið undir væntingum síðan hann kom frá Dortmund 2021.
Sancho átti þó fínan seinni hluta leiktíðar með Dortmund í ár og var hluti af liðinu sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þá skoraði hann þrjú mörk og lagði upp jafmörg eftir áramót.
Mirror segir frá því að Sancho sé til í að snúa aftur til United, en aðeins ef Ten Hag verður rekinn.
Framtíð Ten Hag er í mikilli óvissu. Ekki er víst hvort sigur í enska bikarnum á dögunum dugi til að bjarga starfi hans.
Sjálfur vonast Sancho til að geta snúið aftur til United þar sem hann telur sig eiga óklárað verk þar.