fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Sancho til í að snúa aftur til Manchester United með einu skilyrði

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. júní 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho er opinn fyrir því að snúa aftur til Manchester United og spila með liðinu á næstu leiktíð. Það skiptir þó máli hver stýrir liðinu á næstu leiktíð.

Englendingurinn fór á láni til Dortmund í janúar eftir að hafa átt í opinberu strýði við Erik ten Hag, stjóra United. Sancho hefur þá ekki staðið undir væntingum síðan hann kom frá Dortmund 2021.

Sancho átti þó fínan seinni hluta leiktíðar með Dortmund í ár og var hluti af liðinu sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þá skoraði hann þrjú mörk og lagði upp jafmörg eftir áramót.

Mirror segir frá því að Sancho sé til í að snúa aftur til United, en aðeins ef Ten Hag verður rekinn.

Framtíð Ten Hag er í mikilli óvissu. Ekki er víst hvort sigur í enska bikarnum á dögunum dugi til að bjarga starfi hans.

Sjálfur vonast Sancho til að geta snúið aftur til United þar sem hann telur sig eiga óklárað verk þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar