Luka Modric hefur staðfest það að hann muni spila með Real Madrid á næstu leiktíð.
Króatinn mun krota undir eins árs samning við Real en hann er 38 ára gamall og verður 39 ára í september.
,,Við sjáumst á næsta tímabili,“ sagði Modric við stuðningsmenn Real eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Modric kom inná sem varamaður er Real vann 2-0 sigur á Borussia Dortmund í úrslitunum á Wembley.
Modric er goðsögn í herbúðum Real en hann gekk í raðir félagsins frá Tottenham árið 2012 og hefur spilað 534 leiki fyrir félagið.