Bayern Munchen er að sýna fyrirliða Manchester United, Bruno Fernandes, mikinn áhuga samkvæmt nýjustu fregnum.
Fabrizio Romano greindi frá því nýlega að Miguel Pinho, umboðsmaður Fernandes, hafi rætt við nokkur stórlið í Evrópu en tekur einnig fram að Fernandes vilji spila áfram í Manchester.
Það er Stretty sem greinir frá þessu en Bayern horfir til Fernandes sem hefur lengi verið einn besti leikmaður United í mörg ár.
United er nú þegar búið að gera lista yfir þá leikmenn sem verða ekki seldir undir neinum kringumstæðum í sumar og er Fernandes ekki á þeim lista.
Samningur Portúgalans rennur út 2026 og þarf United því ekki að selja hann á næstunni.