HK 0 – 2 Breiðablik
0-1 Jason Daði Svanþórsson(’45)
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson(’51)
Lokaleik helgarinnar í Bestu deild karla er nú lokið en HK fékk granna sína í heimsókn í Kórinn.
Tæplega 1400 manns voru mættir til að sjá Breiðablik heimsækja HK-inga en þeir grænklæddu gengu burt með þrjú stig.
Ísak Snær Þorvaldsson er að hitna og er að komast í form en hann gerði annað mark liðsins í kvöld.
Jason Daði Svanþórsson hafði komið Blikum yfir í leik sem lauk með 2-0 útisigri.
Blikar eru í öðru sæti deildarinnar með 22 stig og eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings.