Móðir miðjumannsins Jude Bellingham fékk mynd af sér með goðsögninni Jose Mourinho í gær eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Bellingham er aðeins tvítugur og var að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn en Real hafði betur gegn Dortmund, 2-0.
Mamma Englendingsins hefur lengi verið aðdáandi Mourinho og fékk loksins að hitta hann eftir lokaflautið í gær.
Mourinho hefur þjálfað þrjú lið á Englandi en það eru þau Chelsea, Manchester United og Tottenham.
Bellingham bað Mourinho um eina mynd eftir leikinn og tók Portúgalinn að sjálfsögðu vel í þá beiðni.
Þetta má sjá hér.
Jude Bellingham: “I asked José Mourinho for a picture with my mum, she’s fancied him for years!“.
📸 Jude Bellingham takes the picture…
Jose Mourinho: „Now you come to Fenerbahçe!“ 💛💙
pic.twitter.com/bg6P0YBNE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 1, 2024