fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Arsenal vill klára kaupin fyrir EM

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2024 19:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vill klára kaup á framherjanum Benjamin Sesko áður en lokakeppni EM í Þýskalandi fer fram síðar í þessum mánuði.

Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Florian Plettenberg en hann segir að Arsenal sé að gera allt til að tryggja sér þjónustu Benjamin Sesko.

Sesko er gríðarlega öflugur framherji og er það einmitt staða sem Arsenal leitar að fyrir næstu leiktíð.

Sesko skoraði 18 mörk í 42 leikjum fyrir Leipzig í vetur en hann er 21 árs gamall og er tæplega tveir metrar á hæð.

Önnur lið eru að horfa til Sesko sem er landsliðsmaður Slóveníu en Manchester United og Chelsea eru einnig orðuð við hans þjónustu.

Arsenal reynir að flýta fyrir kaupum á þessum öfluga leikmanni sem var áður hjá RB Salzburg í Austurríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“