fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Ancelotti lét stjörnuna heyra það í hálfleik í gær – ,,Við vorum latir“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2024 09:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, viðurkennir að hann hafi látið stórstjörnuna Vinicius Junior heyra það á Wembley í gær.

Vinicius átti ekki góðan fyrri hálfleik líkt og aðrir leikmenn Real sem mættu Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Staðan var markalaus í hálfleik en helstu stjörnur Real voru ekki að ná sér á strik en annað sást í síðari hálfleiknum.

Vinicius átti frábæran seinni hálfleik fyrir Real sem vann að lokum 2-0 sigur og fagnar sigri í sjötta sinn á tíu árum.

,,Ég lét hann aðeins heyra það, í fyrri hálfleiknum vorum við latir og við leyfðum þeim að spila þeirra leik,“ sagði Ancelotti.

,,Ég verð aldrei vanur því að vinna þessa keppni því þetta ævintýri hefur verið erfitt, mjög erfitt og erfiðara en við bjuggumst við.“

,,Við vorum betri í seinni hálfleik, þetta er draumurinn sem heldur áfram að gefa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnar því alfarið að hafa tekið þátt í því að dreifa barnaklámi

Hafnar því alfarið að hafa tekið þátt í því að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“